VERKLAGSREGLUR

1. Samkvæmt 7. mgr. 6. gr. laga um útlendinga nr. 80/2017 skal kærunefndin að jafnaði birta þá úrskurði sína sem fela í sér efnisniðurstöðu, eða eftir afvikum úrdrætti úr þeim. Úrskurðirnir skulu birtir án nafna, kennitalna og annarra persónugreinanlegra auðkenna aðila að viðkomandi málum.

2. Í athugasemdum við frumvarp til laga um útlendinga kemur fram að birting á forsendum úrskurða sé talin til þess fallin að að styrkja réttaröryggi og fyrirsjáanleika í beitingu regluverksins. 

3. Í áliti Persónuverndar frá 24. júní 2014 kom fram að 7. mgr. 3. gr. a útlendingalaga innihéldi ekki heimild kærunefndar til birtingar viðkvæmra persónuupplýsinga.

4. Viðkvæmar persónuupplýsingar eru skilgreindar í 8. tl. 2. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000 sem:

   a. Upplýsingar um uppruna, litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir, svo og trúar- eða

   b. Upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, kærður, ákærður eða dæmdur fyrir

   c. Upplýsingar um heilsuhagi, þar á meðal um erfðaeiginleika, lyfja-, áfengis- og

   d. Upplýsingar um kynlíf manna og kynhegðan.

   e. Upplýsingar um stéttarfélagsaðild.

5. Nefndin birtir ekki ofangreindar upplýsingar í úrskurðum sínum, þ.m.t. upplýsingar um upprunaland. Upplýsingar um viðtökuríki í málum sem ekki fá efnismeðferð hjá Útlendingastofnun, svo sem Dyflinnarmálum og málum þar sem kærandi hefur vernd annars staðar, verða birtar.

6. Þegar viðkvæmar persónuupplýsingar koma fram í úrskurðinum en forsendur hans eru að meginhluta byggðar á birtanlegum upplýsingum mun kærunefndin birta úrskurðinn, eða eftir atvikum úrdrátt úr honum. Viðkvæmar persónuupplýsingar verða þó fjarlægðar úr úrskurðinum fyrir birtingu.

7. Í áðurnefndu áliti Persónuverndar er einnig bent á að skv. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sé óheimilt að veita almenningi aðgang að einka- eða fjárhagsmálefnum einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Þar af leiðir verða upplýsingar um félagsleg vandamál og fjölskylduhagi ýmiss konar, t.d. ættleiðingar og hjónaskilnaði, ekki birtar.

8. Í ljósi tilgangs birtingar úrskurða eins og honum er lýst hér að ofan og þess að skylda til birtingar allra úrskurða er ekki afdráttarlaus, mun nefndin að jafnaði ekki birta úrskurði þegar viðkvæmar persónuupplýsingar eða einka- og fjárhagsupplýsingar eru óaðskiljanlegur hluti af forsendum úrskurðar kærunefndarinnar og útstrikun þessara upplýsinga leiðir til þess að tilgangur birtingar næst ekki.  

9. Úrskurðir eru ekki birtir fyrr en a.m.k. tvær vikur hafa liðið frá því að kæranda var kynnt niðurstaða nefndarinnar. Óski kærandi eftir frestun réttaráhrifa á ákvörðun kærunefndar verður úrskurðurinn ekki birtur fyrr en a.m.k. tvær vikur hafa liðið frá því að niðurstaða kærunefndarinnar um frestun réttaráhrifa var kynnt kæranda. 

staðsetning

Kærunefnd útlendingamála

Skúlagötu 17

101 Reykjavík 

Opnunartími

Mánudaga - Föstudaga

    09:00 - 12:00

    13:00 - 16:00

 

Upplýsingar

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sími: 510 0510