Fyrsta ársskýrsla kærunefndar útlendingamála er komin út. Hún lýsir þeim verkefnum sem nefndin tókst á við á stofnári sínu, þróun málafjölda, málshraða og fleira.
Framundan eru miklar breytingar hjá nefndinni. Nýr varaformaður sem gegna mun fullu starfi verður skipaður á næstunni, nefndarmönnum mun fjölga úr þremur í sjö og nefndin mun flytja í stærra húsnæði. Þá mun starfsmönnum fjölga verulega til að takast á við þá miklu aukningu sem orðið hefur á umsóknum um alþjóðlega vernd.
Breytingar á útlendingalögum sem tóku gildi í lok maí mun breyta verkferlum nokkuð hjá nefndinni og hafa í för með sér aukna skilvirkni og betri nýtingu á fjármunum. Hægt er að nálgast skýrsluna hér.