Vefur kærunefndar útlendingamála fór í loftið 8. janúar sl. Á vefnum eru upplýsingar fyrir kærendur, lögmenn þeirra og aðra sem láta sig þessi mál varða.
Á vefnum má finna upplýsingar um meðferð kæru, rétt til að koma fyrir nefndina, málsmeðferðartíma, forgangsröðun mála o.fl. Úrskurðir kærunefndar útlendingamála eru birtir á www.urskurdir.is.
Á vefnum verður tölfræði kærunefndarinnar einnig birt, sem og árskýrsla nefndarinnar.